Friday, July 16, 2010

Sól og sumar!

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem útskýra bloggleysi síðustu daga. Sorry en stundum verður maður bara að njóta sumarsins, sem er nú ekki svo langt á Íslandi! :) Sorry fyrir overloadið á myndum og þær eru reyndar í öfugri tímaröð en það skiptir kannski ekki öllu ...

Setið var í sólskini á þaki Striksins á Akureyri eftir tvær vikur af rigningu og leiðindum!

Ein af uppáhalds búðunum mínum á Akureyri, Sirka, er must að kíkja í ef þið eigið leið í höfuðstað norðurlands!



Mér hefur lengi langað í þennan hring frá Hring Eftir Hring og keypti hann í dag! Hann er eftir Steinunni Völu og ég er rosalega ánægð með hann

Croissant úti á palli í morgunsárið!

Ég elska grape!

Nýja uppáhalds sundlaugin mín á Hofsósi með útsýni yfir allan Skagafjörð!


Ískaffi á ný uppgerðu kaffihúsi á Sauðárkróki, Kaffi Krók :)


Klifrað upp á Drangey (ATH EKKI fyrir lofthrædda, en fyrir ykkur hin, algjört must!)


Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki selur fiskiroð og allskonar leðurvörur og er skemmtilegur staður að heimsækja! Verksmiðjan selur fiskroð til Fendi, Prada, Helmut Lang, Roberto Cavalli og fleirum og fleirum enda er þetta eina verksmiðja í Evrópu sem gerir fiskroð! Áhugavert! :)


Af því að litlu sykurpúðarnir í Swiss Miss eru stundum bara ekki nógu stórir!


Blaðaflett og kaffi á Te&Kaffi...

Ég prófaði hvítsúkkulaðismjólkurhristing (langt orð) og hann var svaka góður!

Loksins kom elsku sól á Akureyri og svona var outfittið mitt í dag!

Klútur : Gamall frá ömmu minni
Clubmaster fake : Markaður á Spáni
Bolur : Topshop
Stuttbuxur : Levi's 501 keyptar 1987 í USA af mömmu minni
Hjólabuxur : Fundnar í skáp haha
Gladiator sandalar : H&M

Góða Helgi!

xx
H

Sunday, July 11, 2010

Gossip Girl In Paris

Nokkar myndir af stöllunum Blair og Serenu í parís, smá seinar inn en samt betra seint en aldrei. Þetta lofar allavegana mjög góðu og nú er bara ekkert að gera nema að bíða spenntur!






ég er ástfangin af bókstaflega öllu við þessar myndir
enda tryggur gossip girl aðdáandi ; )


Hérna eru þær svo á Chanel Haute Couture Show

Blake Lively í ekkert smá sumarlegum pastel kjól
(Finnst þetta nú samt ekkert passa mjög vel fyrir Chanel en fínt samt)

Leighton Meester svo í þessum geðveikt flotta leður kjól (frá Chanel)
og Louboutins sem ég vildi svo að ég ætti betri mynd af en, þetta
er það sem ég mundi kalla perfection !



XOXO
V

Saturday, July 10, 2010

Valkvíði

Ég fékk póst í dag. Frá Solestruck. Þeir vildu bara láta mig vita að Mary Rock Wedges gráu í stærð 7 væru in stock.



Sweet jesus, á ég?

xx
H

Friday, July 9, 2010

Flower Power

Fyrirgefið þið bloggleysið hjá okkur það er bara allt of mikið að gera :S Hér eru nokkar myndir úr garðinum sem ég tók um daginn í tilefni sumarsins og þar sem ég er alveg blank um eitthvað til að blogga um í mómentinu, þá ákvað ég bara að skella þessum sumarlegu myndum inn.



Kisi fékk að koma út í garð með mér :D















XX
V

Monday, July 5, 2010

VÚHÚ!!

First of all, sorry með bloggleysið en ættarmót, útileigur og sumarbústaða ferðir taka tíma okkar um þessar mundir.

EN mín elskulega systir var að koma heim frá útlöndum núna OG VITI MENN uppáhalds bláa bikiníið mitt var til og smellpassar!
Þau eru bara svoooo falleg!




Svo fékk ég hvít clubmaster!

Langþráð myntugrænt!

Svo keypti hún sér þennan og ég mun örugglega fá að stela þessari elsku í sumar..

Eftir að ég setti counterinn inn hér til hægri þá sé ég að við fáum fullt af heimskóknum!
TAKK fólk, en þið megið líka alveg skilja eftir spor og kommenta :)

xx
H

Thursday, July 1, 2010

Nicholas Kirkwood fyrir Rodarte 2010

Nicholas Kirkwood er búin að vera mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna framúrstefnulegrar skóhönnunar með miklum arkítektúr í..





Maður sér nú ekki oft hæla úr róm (beyging á ró haha)!


Mitt uppáhald eru samt "wax" skórnir sem að hann hannaði fyrir Rodarte. Hvílík fegurð!


Síðan var það StyleHurricane, (snilldar)bloggari sem ákvað að prófa smá DIY af þessum skóm..


Hún hellti bara vaxi yfir allan hælinn..


Tók bönd og borða og festi á (í hennar fullkomnu skóm fyrir þetta verk, gat hún bara fest bönd í götin)..

Svo ótrúlega flott hjá henni!




Þið getið séð Rodarte færsluna hennar HÉR..

Ég verð að fara að vinna í því að gera DIY skó!

xx
H