Hér að neðan eru nokkrar myndir sem útskýra bloggleysi síðustu daga. Sorry en stundum verður maður bara að njóta sumarsins, sem er nú ekki svo langt á Íslandi! :) Sorry fyrir overloadið á myndum og þær eru reyndar í öfugri tímaröð en það skiptir kannski ekki öllu ...
Setið var í sólskini á þaki Striksins á Akureyri eftir tvær vikur af rigningu og leiðindum!
Ein af uppáhalds búðunum mínum á Akureyri, Sirka, er must að kíkja í ef þið eigið leið í höfuðstað norðurlands!
Mér hefur lengi langað í þennan hring frá Hring Eftir Hring og keypti hann í dag! Hann er eftir Steinunni Völu og ég er rosalega ánægð með hann
Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki selur fiskiroð og allskonar leðurvörur og er skemmtilegur staður að heimsækja! Verksmiðjan selur fiskroð til Fendi, Prada, Helmut Lang, Roberto Cavalli og fleirum og fleirum enda er þetta eina verksmiðja í Evrópu sem gerir fiskroð! Áhugavert! :)
Ég prófaði hvítsúkkulaðismjólkurhristing (langt orð) og hann var svaka góður!
Loksins kom elsku sól á Akureyri og svona var outfittið mitt í dag!
Klútur : Gamall frá ömmu minni
Clubmaster fake : Markaður á Spáni
Bolur : Topshop
Stuttbuxur : Levi's 501 keyptar 1987 í USA af mömmu minni
Hjólabuxur : Fundnar í skáp haha
Gladiator sandalar : H&M
Góða Helgi!
xx
H
3 comments:
Svo sumarlegar og sætar myndir!
Sandra xxxx
æðislegar myndir, langar eiginlega bara í þetta allt og á alla þessa staði, lovelovelove !
og flott outfit !
jummí .. mig langar í hvítsúkkulaðismjólkurhristing
Post a Comment