Ég skellti mér í stutta helgarferð til höfuðborgarinnar með familíunni og við komum öll heim í sólskinsskapi. enda var helgin alveg yndisleg. Veitingahúsaferðir, röllt um á Laugarveiginum í góða veðrinu, borðaður ís og kirsuber, heimsótt ættingja og svo var að sjálfsögðu verslað eitthvað smá ; )
Ég keypti mér bikiní í Top Shop
Þennan bol í Zöru
(það sést ekki á myndinni en hann er svona stuttur og víður)
Gallabuxur úr Zöru
Og að lokum langþráð Casio úr sem ég er ekkert smá
ánægð með!
Komið á hendina á mér og þaðan verður það ekki tekið í bráð!
Ég hef samt verið spurð ansi oft hvort að þetta sé ekki bara karlmannsúr og er að verða smá pirruð á því,
Hefur einhver lent í því sama ?
XX
V
P.S Meðal annars sem ég keypti, var nude litað efni úr búðinni Handalínu sem ég ætla að nota til að sauma pils næst þegar ég finn tíma ; )
6 comments:
casio úrin voru upphaflega karlmannsúr, afi minn átti td þannig alltaf þegar ég var lítil.
Minni týpurnar eru yfirleitt meira "stelpu"týpan. Mér finnst þau persónulega vera bara unisex.
En það er 2010 og allt leyfilegt! ;)
Fínt! Hvar keyptiru úrið??
Þessi stærð er í raun herratýpan. Það er svo til töluvert minni týpa af þessu og það er dömu.
Í búðinni sem ég vinn í eru allavega jafn margar stelpur og strákar sem kaupa stærri týpuna :)
kv. Maren
haha ég rakst bara á þetta blogg núna og las allar færslurnar frá byrjun ekkert smá flott síða!
Já ok ég hélt að þetta væri einmitt alveg unisex sko (konan í búðinni sagði það meira að segja) en þá veit ég það allavegan :D
Ég keipti úrið í Jón og óskar ( held allavegan að hún heiti það) en hún er á Laugarveigi 61 og ég var mjög sátt við verðið !
Og þakka þér kærlega fyrir ! endilega vertu dugleg að commenta, alltaf gaman að heyra skoðanir ykkar ; )
XX
V
Það er inn núna að vera með karlmannsúr ;)
Mig dreymir um pabba úr til dæmis !
haha
Post a Comment