Friday, December 31, 2010

JUST BE

Þetta væri ég til í að ramma inn og hengja upp!


Kæru lesendur, takk kærlega fyrir árið sem er að líða. Takk fyrir að lesa og við vonum að þið munið halda því áfram árið 2011!

Njótið kvöldsins og síðustu frídaganna.

Just let go, just be.

xx
The Bloomwoods

Thursday, December 30, 2010

C&C

Eitt af mínum uppáhaldsbloggum er Cupcakes and cashmere. Hin bandaríska Emily er í fullu starfi sem bloggari og er alveg með'etta! Bloggið hennar er afar fjölbreytt og skemmtilegt og svo er hún með mjög flottan stíl...

Ég veit reyndar ekki á hverju hún lifir vinan, en hún er mikið í hátískufötum. Hún blandar þó ódýrari merkjunum við með góðum árangri...

Þetta er úr herberginu hennar og þar er svo fullkomin bleikur litur! Næst þegar mála á herbergið mitt verður þessi fyrir valinu.

Hún vinnur heima og þetta er skrfistofan hennar.

Hún tekur líka myndirnar sínar á mjög flottum stöðum...


Enn ein snilldin hjá Emily er að hún setur reglulega inn mjöööööög girnilegar uppskriftir! Mig langar í ALLT!


Njótið síðustu klukkutíma 2010!

xx
H

Tuesday, December 28, 2010

PINK

Myndir frá jóladegi...

Kápa: UCB - Skór: Monki.

Ég ELSKA þessa kápu!

---------------------------------------------

Dagarnir milli jóla og nýárs fara nú í lærdóm fyrir janúarprófin í MA - með tilheyrandi leggings og hettupeysu. OH

Ég hlakka til gamlársdags þegar maður getur klætt sig upp aftur!

xx
H

Monday, December 27, 2010

Christmas EVE

Mitt aðfangadagskvöld var hreint út sagt frábært!

Risavaxin og ótrúlega góður humar!

Kjóll: H&M - Belti: H&M - Pils: DIY - Skór: Monki

Eitt af mínum uppáhalds jólaskrautum er þessi mega sæti íspinni...


Vonandi hafið þið átt yndisleg jól og njótið jólafrísins!

xx
H

Friday, December 24, 2010

MERRY MERRY

Kæru lesendur!
Gleðileg jól og hafið það sem allra best um hátíðirnar!


Takk svo mikið fyrir að lesa!


xxxxxxxxxxx
The Bloomwoods!

Thursday, December 23, 2010

ALDO

Ég er svo að meta þessa skó frá ALDO!

Reyndar þessi sólgleraugu líka..

Þessir eru svolítið líkir skóm frá H&M síðan í haust minnir mig...




Vantar smá lit í línuna kannski...
Bara verst að ALDO skuli ekki vera lengur í Kringlunni.


Og sorry me'mig, ég reyndi að taka outfit myndir og það eina sem sást þegar inn var komið voru snjókorn og hár í vindi!
Reyni að bæta það upp :)

xx
H

Sunday, December 19, 2010

Sarah Jessica Parker for Elle.

SJP hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér enda er ég mjög tryggur aðdáandi Sex and the city, bæði þáttanna og myndanna!
Þessi elska er á forsíðunni á Elle January issue sem er hægt að skoða betur hér.





XX
V

Friday, December 17, 2010

Nikon

Ég má til með að sýna ykkur þessa auglýsingu frá Nikon. Hún var tekin upp í fallegu Mývatnssveit í nóvember og það glittir líka í Akureyri þarna.
Svo á 1:23 er ég að hoppa á trampólíni! Mjög skemmtileg lífsreynsla! Ég er þessi með gula trefilinn og bleiku vettlingana ;)


Nú er ég bara farin að njóta þess að vera í jólafríi! Kemst nú ekki mikið út úr húsi þessa daga vegna óveðurs en þá bakar maður bara og horfir á jólamyndir! Líst bara ansi vel á það...

xx
H

Thursday, December 16, 2010

Columbine Smille

Hin sænska Columbine heldur úti blogginu Columbine Smille. Ég kíki reglulega á það og finnst stíllinn hennar mjög flottur. Einfaldur yet töff!
Hún er alveg með'etta..
Þessi jakki er svo flottur!

Fáir gætu púllað þessa öskrandi bláu Converse við vintage feld. Hún púllar það!

Elska þessa camel kápu úr H&M!


Fullkominn kjóll frá Acne!


Algjör dúlla, haha

Sæt blúnduskyrta úr Beyond Retro.

Svo er hún góð vinkona Elin Kling og það er mjög gaman að sjá myndir af þeim saman!
Hún skrifar stundum aðeins á ensku, svona fyrir okkur sem erum ekki mjög sleip í sænskunni, haha

xx
H

Monday, December 13, 2010

Felicity Brown

Ég fann þessar myndir í tölvunni minni áðan en ég hafði alveg steingleymt að láta þær inn á sínum tíma en eins og ég segi alltaf þá er betra seint en aldrei. Þetta er frá The Fashion East show sem var haldin í tíunda skiptið í London í september. Kjólarnir eru úr spring/summer 2011 línunni eftir Felicity Brown og ég er að segja ykkur það, ég er ástfangin af þeim!












Hér eru svo nokkrir kjólar frá fall/winter 2010 línunni en
þeir eru sko alls ekki síðri.






XX
V