Showing posts with label naglalakk. Show all posts
Showing posts with label naglalakk. Show all posts

Tuesday, June 28, 2011

Oh Summer, where art thou?

Þegar þetta...


...blasir við manni more or less í mánuð, þá er þetta...


...það eina sem minnir á sumar.

Þetta fer að hætta að vera fyndið!

En þá verður maður bara að finna sér eitthvað að gera inni!
Red Velvet Cupcakes eru á plani morgundagsins - ef að þær heppnast set ég inn myndir :)

xx
H

Wednesday, January 5, 2011

Dual Tone vol.3

Þar sem að það var mikið spurt um hvernig ég gerði "Dual Tone" ætla ég að sýna það hér.

Það sem þarf: Tvo liti, glært naglalakk, eyrnapinna og tannstöngla.
Ég nota ekki neina límmiða eða neitt, held að það sé svo mikið vesen...

Skref 1: Takið tannstöngul og dýfið í neðri litinn...

og gerið boga...

sem þið fyllið svo inn í með tannstönglinum.

Skref 2: Takið efri litinn og gerið boga yfir neðri litinn með tannstönglinum...

og klárið svo að lakka nöglina!

Voilá!

Til að yfirborðið verði slétt þá verður helst að setja glært yfir og þá helst það líka lengur. Það þarf líka svolítið stöðuga hendi í þetta og fyrir vinstri-hefta eins og mig verður hægri hendin smá ljótari haha... Þá vandar sig maður bara meira við hana!

Gangi ykkur vel!

xx
H

Tuesday, January 4, 2011

Dual Tone vol.2

Prófaði "Dual Tone" aftur og núna með ljósbleikum og bláum..

Ansi tímafrekt ef þetta á að vera flott en gaman þegar maður er búin!

xx
H

Sunday, October 24, 2010

Dual Tone

Smá mobile upload...

Sá hana Andy á Style Scrapbook með svona "dual tone" og varð að prófa!
Þið getið sé færsluna hennar HÉR

i like

xx
H

Tuesday, June 8, 2010

BUYS

Við stöllur fórum í borgarferð fyrir stuttu og náðum að versla, en samt bara smá...
Spara smá fyrir sumarið og hugsanlegar utanlandsferðir! :)
En samt fylgja nokkrar myndir af kaupunum...


Pils úr Zöru (já mér finnst flottara að beygja Zara) sem er til í öllum litum og munstrum = 2.995,-


Fann svo þennan magabol-ish í útsölu rekka í Topshop = 2500,-



Í Vero Moda sá ég þessi litlu sætu naglalökk sem voru til í þremur litum og kostuðu bara 490,-
Mér finnst miklu betra að kaupa svona litlar nagalakksflöskur, því að eins og tískan breytist þá koma nýjir naglalakkslitir í tísku og þá getur maður bara keypt fleiri! :)


Mér finnst þetta vera næstum eins litur og Chanel 505!


Svo slefuðum við vinkonurnar yfir þessari elsku! Fæst í Warehouse á minnir mig 12.990,-
Mjög líkur Topshop kjónum sem Kate Bosworth var í á Coachella-hátíðinni!


Var að skoða á Topshop síðunni og þar er hann til, á gengi dagsins kostar hann samt bara 10.000,-
Það eru samt til alveg mjög mikið a flottum hekluðum vörum á Topshop!

xx
H

ps. ef það eru einhverjir að lesa þetta þarna úti, þá ekki vera hrædd við að kommenta
við bítum EKKI haha

Thursday, May 13, 2010

Naglalökk.

Ég keypti mér svona Depend naglalakk og er rosalega ánægð með það!
Þetta eru kannski ekki bestu naglalökk í heimi, en fyrir 399,- er ég bara sátt :)
Þá getur maður bara keypt sér fleiri liti í staðinn fyrir eitt dýrt!
Svo set ég alltaf glært yfir og þá helst þetta mjög vel.




Nr. 184



Mér finnast þessir litir vera mjög flottir líka, en sá þá ekki í Hagkaup..

Þessi æpa sumar!

Þessi eru falleg líka!

Gleðilegann frídag! :)

xx
H