Monday, August 9, 2010

Dots On Dots

Virkilega góður veðurdagur á Akureyri í gær og hann kallaði á hjóltúr á honum Pablo mínum!

Bolur : Pull And Bear - Pils : Zara - Skór : Útimarkaður á Spáni





Annars er ég farin í paradís vestfjarða, ekkert rafmagn, ekkert símasamband, bara ég, fjölskyldan og náttúran!

ekki búast við bloggi soon en ég treysti á V!

xx
H

Saturday, August 7, 2010

Handverkshátíð

Fyrst og fremst ætla ég að biðjast afsökunar á því hversu lélegur bloggari ég hef verið nýlega það hefur einfaldlega verið alltof mikið að gera!
En núna um helgina fór ég á svokallaða handverkshátíð sem er haldin árlega á Hrafnagili í Eyjafirði. Þar var svo sannarlega margt að sjá td. Volcano Design, íslensk hollusta, JOJA, SES Design, Handalína, Villimey, Surtla Design, Glerstofan, Viva Skart og AJ leðursaumur. En þarna voru um það bil 100 básar. Uppáhaldsbásinn minn var samt hjá Rakel Hafberg Workshop en hún býr til allskonar hluti úr hænsnaleðri. Kraginn hérna á efstu myndinni skal svo verða minn á mánudaginn næsta :D Og núna bíð ég bara spennt eftir póstinum!

Mér skilst að það hafi verið ein af gömlu þulunum hjá rúv sem hafi
fengið þennan á myndinni.




Þetta eru hálsmen úr leðri sem eru skorin svona fallega út með laser.

Þessar geðveikt sætu töskur gerir hún svo líka og maður getur svo keypt nokkur
mismunandi bönd framan á og skipt um.

Svo fallegur!


Ég alveg elska þennan hérna.



Hún var með fullt af svona flottum hárspöngum, mér finnst
fjaðrirnar geðveikt sætar!


Armbönd


Auk þessara hluta hannar hún líka hálsfestir úr einhverskonar hnetum af pálmatrjám frá Suður Ameríku og margt annað sniðugt.

XX
V

Monday, August 2, 2010

Afmælismyndir!


Á fimmtudaginn hélt ég smá afmælisboð! góóóður dagur....

mixing prints...

Kjóll : H&M - Belti : H&M - Bolur : Primark - Kögur hálsmen : DIY

Blásið var á 16 cupcakes!

happy birthday candles

þessar tvær hata nú ekki góða veislu


Þessi hattur og úrið voru meðal afmælisgjafa!


ánægð með lífið bara

xx
H

Thursday, July 29, 2010

SWEET SIXTEEN!

ÉG Á AFMÆLI!
ég elska afmæli!
dagurinn er búin að vera YNDISLEGUR hingað til og verður bara betri!
nudd í aqua spa, bakað, afmælisboð með fullt borð af kræsingum og fullt af ættingjum og vinum!


xx
H

ps. nýtt look á síðunni, how do you like it?

Wednesday, July 28, 2010

Jessica Alba

Hér koma nokkrar myndir af henni Jessicu Alba sem virðist alltaf finna hið fullkomna outfit og er alltaf eitthvað svo down to earth.

Hér er hún á Chanel Haute couture show í París

Svo sumarleg og sæt!


Ólett á the Oscars  í geðveikum kjól með 
manninum sínum Cash Warren


Hún kann svo sannarlega að rokka hversdagslúkkið


Með sætu dóttur sína Honor Marie 

Svo flott!




XX
V

Tuesday, July 27, 2010

Nýtt í H&M

Maður getur alltaf látið sig dreyma um helgarferð í H&M land!

Fullkominn hæll, alveg lokaður fyrir íslenskt veður og bara svo plain fallegir! Kosta 7.780 ísl.
3.530 ísl.
Þessi elska er á 990 ísl. Say WHAY? pant' þennan
Íslenska sumarið fer að fjara út, en þessir eru samt mega kúl! 3925 ísl.
Þetta getur virkað svo vel sem sumar og vetrar! 2940 ísl.

Quilted ballerina flats í þessum falega bleika lit! 2940 ísl.
Svo fallegir fyrir haust! 15.760 ísl.

xx
H