Fyrst og fremst ætla ég að biðjast afsökunar á því hversu lélegur bloggari ég hef verið nýlega það hefur einfaldlega verið alltof mikið að gera!
En núna um helgina fór ég á svokallaða handverkshátíð sem er haldin árlega á Hrafnagili í Eyjafirði. Þar var svo sannarlega margt að sjá td. Volcano Design, íslensk hollusta, JOJA, SES Design, Handalína, Villimey, Surtla Design, Glerstofan, Viva Skart og AJ leðursaumur. En þarna voru um það bil 100 básar. Uppáhaldsbásinn minn var samt hjá Rakel Hafberg Workshop en hún býr til allskonar hluti úr hænsnaleðri. Kraginn hérna á efstu myndinni skal svo verða minn á mánudaginn næsta :D Og núna bíð ég bara spennt eftir póstinum!
Mér skilst að það hafi verið ein af gömlu þulunum hjá rúv sem hafi
fengið þennan á myndinni.
Þetta eru hálsmen úr leðri sem eru skorin svona fallega út með laser.
Þessar geðveikt sætu töskur gerir hún svo líka og maður getur svo keypt nokkur
mismunandi bönd framan á og skipt um.
Svo fallegur!
Ég alveg elska þennan hérna.
Hún var með fullt af svona flottum hárspöngum, mér finnst
fjaðrirnar geðveikt sætar!
Armbönd
Auk þessara hluta hannar hún líka hálsfestir úr einhverskonar hnetum af pálmatrjám frá Suður Ameríku og margt annað sniðugt.
XX
V
5 comments:
kúl - alltaf gaman að kaupa íslenska hönnun : )
Til hamingju með kragann, hann er ofboðslega fallegur : )
Takk kærlega fyrir það, bíð spennt eftir að geta mátað hann :D
V
Vá ekkert smá flott komment hjá þér. Takk kærlega fyrir það :-) Vona að þú sért ánægð með kragann ;-)
Rakel
Ekkert mál og takk :D
Er mjög ánægð með kragann! bíð bara eftir rétta tækifærinu til að geta sýnt mig með hann hehe :D
V
Post a Comment