Núna um daginn keypti ég mér kremið Húð Galdur frá Villimey og ég sé svo sannarlega ekki eftir því, af því þetta er æðislegt krem! Það er hún Aðalbjörg Þorsteinsdóttir sem er með fyrirtækið Villimey og er að selja kremin Húð Galdur, Sára Galdur, Fóta Galdur, Bumbu Galdur, Bossa Galdur, Vöðva og Liða Galdur og Vara Galdur. En það er hún sjálf sem hefur verið að þróa uppskriftirnar. Þetta eru allar vottaðar lífrænar vörur úr íslenskum handtíndum jurtum og án allra rotvarnar, ilm og litarefna.
Inniheldur blöndu af brenninettlu og arfa og einhverju fl. og á að vera mýkjandi, kláðastillandi og gott á exem og fleiri húðkvilla.
Og ég er að seigja ykkur það ég elska þetta nýja arfakrem mitt sem gerir húðina ekkert smá mjúka og fína!
Í þessu er vallhumall og haugarfi og fl og eins og nafnið seigir til
þá er þetta gott á alskonar sár.
Bumbu Galdur inniheldur m.a. arfa og mikið magn af ómega-3 og E-vítamíni. En hann er ætlaður á strekta húð og hann vinnur gegn sliti en er líka bara talinn góður í andlit og á líkama.
Þetta hérna krem er svo eitthvað sem ég er staðráðin í að prófa en ég hef heyrt að þetta virki mjög vel! En það er mælt með þessu á vöðvabólgu, beinhimnubólgu, liðverki, sinaskeiðabólgu, skórdýrabit, vaxtaverki og íþróttameiðsl.
Inniheldur m.a. maríustakk og morgunfrú og er talinn góður við sveppasíkingum og fl.
Inniheldur m.a. Morgunfrú og haugarfa og á að vera gott á sár, sviða, útbrot og bleyjubruna.
4 comments:
Þessi krem eru víst mjög góð. Kannski maður prófi sjálfur... :)
Já ég mæli eindreigið með því ; )
V
Ég er kremasjúk og ætla klárlega að prufa þessi næst! :)
Já, ég var alveg tryllt að bera bumbugaldurinn á bumbuna mína þegar ég var ólétt, enda er hann alveg slit-laus í dag. Æðisleg krem :)
Post a Comment