Thursday, December 30, 2010

C&C

Eitt af mínum uppáhaldsbloggum er Cupcakes and cashmere. Hin bandaríska Emily er í fullu starfi sem bloggari og er alveg með'etta! Bloggið hennar er afar fjölbreytt og skemmtilegt og svo er hún með mjög flottan stíl...

Ég veit reyndar ekki á hverju hún lifir vinan, en hún er mikið í hátískufötum. Hún blandar þó ódýrari merkjunum við með góðum árangri...

Þetta er úr herberginu hennar og þar er svo fullkomin bleikur litur! Næst þegar mála á herbergið mitt verður þessi fyrir valinu.

Hún vinnur heima og þetta er skrfistofan hennar.

Hún tekur líka myndirnar sínar á mjög flottum stöðum...


Enn ein snilldin hjá Emily er að hún setur reglulega inn mjöööööög girnilegar uppskriftir! Mig langar í ALLT!


Njótið síðustu klukkutíma 2010!

xx
H

2 comments:

jonamaria said...

Vá, verð að fylgjast með þessarri.

Unknown said...

Ég er einfaldlega svo háð blogginu hennar! Elskulegt!

- Hafðu það gott um áramótin.

www.snoturt.blogspot.com