Sunday, June 13, 2010

*NEW* Jeffrey Campbell!

Í gærkvöldi fékk ég póst frá Solestruck um að nýjir skór frá meistara Jeffrey Campbell væru komnir! Þetta voru margir mjög flottir, nýjar gerðir af Mary Rocks og fleira, en því miður voru gömlu gráu ekki til í minni stærð :( Ég er samt búin að skrá mig á lista og þeir hjá solestruck ætla að senda mér póst þegar þeir koma!


Ég næ bara ekki clogs trendinu, finnst þetta alltaf eitthvað svo klunnalegt. Ég hélt að ég myndi kannski venjast þeim en aldeilis ekki! Samt eru þessar wedge-clogs alveg það næsta sem kemst að því vera flott í þessu trendi! Væri meiri að segja alveg til í að eiga þessa...

Mjög skrauteg útgáfa af Tick but I like!




Þessa Mary Rocks dreymir mig um og þegar að Þórhildur bloggaði um að þeir væru einir þægilegustu skór sem að hún hefði farið í, þá fannst mér ég bara þurfa að eignast þá! Vona að ég fari að fá póst frá elsku solestruck!


xx
H

1 comment:

Unknown said...

Jeffrey er málið, svarthvítu skórnir eru geggjaðir!!