Tuesday, February 8, 2011

H&M... or not?

Elsku Hennez og Mauritz mínir kæru vinir!

Ég elska ykkur. Eiginlega alveg svakalega mikið. Stundum, þá sakna ég ykkar alveg rosalega. Svo þegar heimsókn mín til ykkar er í nánd þá get ég varla setið kyrr af spenningi. Og þegar ég hitti ykkur svo loksins eftir langa bið þá ljóma ég öll! Satt best að segja missi ég mig alveg. Plís ekki taka þá tilfinningu í burt frá mér. Ég var mjög vonsvikin þegar ég las Fréttablaðið í morgun. Ef að þið komið hingað, til Íslands, þá munu allir verða eins. Allir! Það finnst mér ekki skemmtilegt. Ég held að Ísland sé bara of lítið fyrir svona stóra verslunarkeðju.

Ég hlakka til að sjá ykkur næst, á einhverjum framandi slóðum, fjarri heimkynnum mínum!

Ykkar að eilífu (en í hæfilegri fjarlægð)
Hildur María

Frétt á Vísi: HÉR

ps. nýtt í H&M fær að fylgja með til að kvelja okkur aðeins...


xx
H

3 comments:

HILRAG said...

ef þú lest pressuna stendur að þeir séu ekki að fara gera það, ekki á næstu allavega :)

x

The Bloomwoods said...

það vona ég svo sannarlega! :)
hildur

Snjólaug Vala said...

Ég er hjartanlega sammála hverju einasta orði! hahah