Saturday, June 19, 2010

Vintage Hjól

Núna í fyrra vorum við stöllurnar báðar að leita okkur að hjólum. Okkur langaði í svona gömul sæt vintage hjól en maður finnur þau nú ekki svo auðveldlega. Við ákváðum að finna okkur gömul hjól og gera þau svo upp. Við fórum upp í Skíðaþjónustuna á Akureyri oft í mánuði þangað til að H fann hið fullkomna hjól. H gerði það svo upp í fyrra sumar og það tókst líka svona vel. V fann því miður ekkert hjól í fyrra en fann svo rétta hjólið í verkið núna um daginn. V er nýlega byrjuð að gera það upp núna og það munu koma inn myndir frá því síðar. Hér fyrir neðan eru nokkar myndir af fallegum vintage hjólum.







Hérna er hjólið hennar V áður en hafist var handa ; )

Hér er fullklárað hjól H eftir að það var tekið allt í sundur, pússað, spreyjað og skermar og hlífar gerðar enn hvítari!

Svo er náttúrulega nauðsynlegt að nefna þessar elskur og þess má geta að hjólið hennar H heitir Pablo ( sem vísar til góðrar hjálpar FEÐRA í þessum málum!) og hjólið hennar V heitir Stella! :)

Svo er það bara að fara og finna sér gömul hjól sem leynast oft á skrítnum stöðum, sprey brúsa í flottum lit og gefa sér tíma í þetta!
Ef að það þarf að kaupa hjólið, spreyjið og sandpappír þá mun kostnaður vera í mesta lagi 15. þúsund á meðan að nýtt hjól kostar um 30-50. þúsund! Til þess að setja punktinn yfir i-ið þá er hægt að fá bastkörfu í hjólabúðum (og helst hafa baguette og blómvendi í henni! :D )

xx
The Bloomwoods

1 comment:

wardobe wonderland said...

vávává ... fullkomið!