Já, kæru lesendur það er síðbúin og einstaklega kærkomin hitabylgja á Norð-og Austurlandi!
Dagurinn minn byrjaði með smá jarðaberjum úr garðinum og nýju Nýju Lífi :)
Reyndar verð ég að segja að mér finnst að Nýtt Líf hafi tekið nokkur skref aftur á bak. Til dæmis var þetta, september blaðið, ekki um haustískuna og alls ekki stærsta blað ársins eins og það á nú að vera, heldur var það "heilsu" blað. Mér finnst það allavegana mjög sérstakt. Mér finnst alveg margt sem þau eru að gera mjög flott og sumir tískuþættirnir eru alveg að gera sig en tískuþáttur þessa blaðs var tekinn á ströndinni og var mjög sumarlegur. Mér finnst eiginlega að tískuþáttur september blaðs eigi að vera svolítið "haustlegur". En munið, þetta er bara skoðun mín og endurspeglar ekki skoðanir þjóðarinnar :)
Outfit of the day...
Jakkapeysa : Útimarkaður í Notting Hill - Kjóll : Útimarkaður í Notting Hill - Belti : Gamalt frá mömmu - Sólgleraugu : Skarthúsið - Taska : Zara - Skór : Aldo
Þess má geta að hún ástkæra systir mín er fínasti ljósmyndari, og ég næ alltaf að plata hana út með mér að taka myndir :)
xx
H
2 comments:
flott outfit! elska sólgleraugun :)
Systir þín klikkar ekki !
Agnes..saywhat
Post a Comment