Monday, January 3, 2011

Style VS Stæ

Ég hef átt alveg hreint yndisleg jól en eins og þið hafið kannski tekið eftir þá tók mér frí frá tölvunni og lærði (Janúar próf í MA) á milli þess sem ég lá í leti, las og tróð mig með hverri kræsingunni á eftir annari. Því miður týndist myndavélin mín á milli jóla og nýárs og því hef ég voða lítið af skemmtilegum myndum til að sýna ykkur. Ég fékk fullt af æðislegum jólagjöfum og bókin Style Diaries er ein af uppáhalds! En ég hef bókstaflega legið ofan í henni og stærðfræðinni til skiptis seinustu dagana. Er búin að finn helling af flottum bloggum úr henni og mun klárlega deila einhverjum með ykkur fljótlega :)


Einu myndirnar sem ég á eru þessar og þrátt fyrir hræðilega
léleg gæði ákvað ég að skella þeim inn.

Jakki: Vera Moda, Trefill: Primark, Pils: DIY, Skór: Focus




XX
V

3 comments:

Sara said...

er hægt að kaupa style diaries hérna á landinu? langar svoo í hana :)

The Bloomwoods said...

Heyrðu já ég held að mín hafi bara verið keypt í Eimundsson sko ; )

V

Anonymous said...

Flott DIY pilsið ; )
Og váá Stæ 203, góðar minningar...