Thursday, July 29, 2010

SWEET SIXTEEN!

ÉG Á AFMÆLI!
ég elska afmæli!
dagurinn er búin að vera YNDISLEGUR hingað til og verður bara betri!
nudd í aqua spa, bakað, afmælisboð með fullt borð af kræsingum og fullt af ættingjum og vinum!


xx
H

ps. nýtt look á síðunni, how do you like it?

Wednesday, July 28, 2010

Jessica Alba

Hér koma nokkrar myndir af henni Jessicu Alba sem virðist alltaf finna hið fullkomna outfit og er alltaf eitthvað svo down to earth.

Hér er hún á Chanel Haute couture show í París

Svo sumarleg og sæt!


Ólett á the Oscars  í geðveikum kjól með 
manninum sínum Cash Warren


Hún kann svo sannarlega að rokka hversdagslúkkið


Með sætu dóttur sína Honor Marie 

Svo flott!




XX
V

Tuesday, July 27, 2010

Nýtt í H&M

Maður getur alltaf látið sig dreyma um helgarferð í H&M land!

Fullkominn hæll, alveg lokaður fyrir íslenskt veður og bara svo plain fallegir! Kosta 7.780 ísl.
3.530 ísl.
Þessi elska er á 990 ísl. Say WHAY? pant' þennan
Íslenska sumarið fer að fjara út, en þessir eru samt mega kúl! 3925 ísl.
Þetta getur virkað svo vel sem sumar og vetrar! 2940 ísl.

Quilted ballerina flats í þessum falega bleika lit! 2940 ísl.
Svo fallegir fyrir haust! 15.760 ísl.

xx
H

Tuesday, July 20, 2010

Flottir clogs? - say what?

Nokkrir eðal bloggarar í Zara Peep Toe Wedges ( Zöru Kíkju Tá Fylltir Hælar? nei, veistu ég held mig bara við enskuna!)






Ég ELSKA þessa skó!
Svo fallegir og ég get ímyndað mér að þeir passi við allt!

xx
H

Sunday, July 18, 2010

What I brought home :)

Ég skellti mér í stutta helgarferð til höfuðborgarinnar með familíunni og við komum öll heim í sólskinsskapi. enda var helgin alveg yndisleg. Veitingahúsaferðir, röllt um á Laugarveiginum í góða veðrinu, borðaður ís og kirsuber, heimsótt ættingja og svo var að sjálfsögðu verslað eitthvað smá ; )



Ég keypti mér bikiní í Top Shop

Þennan bol í Zöru
(það sést ekki á myndinni en hann er svona stuttur og víður)



Gallabuxur úr Zöru

Og að lokum langþráð Casio úr sem ég er ekkert smá
ánægð með!

Komið á hendina á mér og þaðan verður það ekki tekið í bráð!
Ég hef samt verið spurð ansi oft hvort að þetta sé ekki bara karlmannsúr og er að verða smá pirruð á því,
Hefur einhver lent í því sama ?


XX
V


P.S Meðal annars sem ég keypti, var nude litað efni úr búðinni Handalínu sem ég ætla að nota til að sauma pils næst þegar ég finn tíma ; )

Friday, July 16, 2010

Sól og sumar!

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem útskýra bloggleysi síðustu daga. Sorry en stundum verður maður bara að njóta sumarsins, sem er nú ekki svo langt á Íslandi! :) Sorry fyrir overloadið á myndum og þær eru reyndar í öfugri tímaröð en það skiptir kannski ekki öllu ...

Setið var í sólskini á þaki Striksins á Akureyri eftir tvær vikur af rigningu og leiðindum!

Ein af uppáhalds búðunum mínum á Akureyri, Sirka, er must að kíkja í ef þið eigið leið í höfuðstað norðurlands!



Mér hefur lengi langað í þennan hring frá Hring Eftir Hring og keypti hann í dag! Hann er eftir Steinunni Völu og ég er rosalega ánægð með hann

Croissant úti á palli í morgunsárið!

Ég elska grape!

Nýja uppáhalds sundlaugin mín á Hofsósi með útsýni yfir allan Skagafjörð!


Ískaffi á ný uppgerðu kaffihúsi á Sauðárkróki, Kaffi Krók :)


Klifrað upp á Drangey (ATH EKKI fyrir lofthrædda, en fyrir ykkur hin, algjört must!)


Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki selur fiskiroð og allskonar leðurvörur og er skemmtilegur staður að heimsækja! Verksmiðjan selur fiskroð til Fendi, Prada, Helmut Lang, Roberto Cavalli og fleirum og fleirum enda er þetta eina verksmiðja í Evrópu sem gerir fiskroð! Áhugavert! :)


Af því að litlu sykurpúðarnir í Swiss Miss eru stundum bara ekki nógu stórir!


Blaðaflett og kaffi á Te&Kaffi...

Ég prófaði hvítsúkkulaðismjólkurhristing (langt orð) og hann var svaka góður!

Loksins kom elsku sól á Akureyri og svona var outfittið mitt í dag!

Klútur : Gamall frá ömmu minni
Clubmaster fake : Markaður á Spáni
Bolur : Topshop
Stuttbuxur : Levi's 501 keyptar 1987 í USA af mömmu minni
Hjólabuxur : Fundnar í skáp haha
Gladiator sandalar : H&M

Góða Helgi!

xx
H