Friday, April 29, 2011

The Royal Wedding...

Þetta var hreinlega of mikil freisting, ég bara varð að setja inn myndir af þeim William og Kate...
Bekkurinn minn fékk að fylgjast með beinni útsendingu frá Rúv í næstum allan morgun en það mátti ansi oft heyra ohhh my god og andköf í okkur stelpunum þegar að við sáum eitthvað alveg agalega sætt :)
Og ohh váá mér fannst þetta bara alveg fullkomið!

Svo fallegur kjólinn hennar! (Alexander McQueen)
Gestirnir voru nú líka ekki af verri kantinum...
Ætli að Lady Gaga hafi passað guðsoninn sinn Zachary fyrir þá félaga ?


Svo ánægð og sæt saman!

En jæja ég er farin út í góða veðrið hérna á Akureyri :)
Góða helgi allir!

XX
V


Saturday, April 23, 2011

Easter Enthusiasm

Smá svona random páska, páska...
Ég er að njóta þess í botn að vera í fríi og geta slakað á og raðað í mig hverri kræsingunni á eftir annari! 
Vona að þið séuð að gera það sama!


Gleðilega páska allir!

XX
V

Wednesday, April 20, 2011

Flower girls

Ó elsku sumar drífðu þig nú að koma!

Það er einhver gömul speki að ef að það frjósi seinasta vetrardaginn, þá verði sumarið gott. Ég ætla allavegana að trúa þessu þar sem að sumardagurinn fyrsti er á morgun og í dag snjóar...

Flestir eru eflaust búnir að sjá þessar myndir en mér fannst þær bara passa svo vel.
En þær voru í danska Elle blaðinu núna í apríl.


XX
V

Tuesday, April 19, 2011

Sweet Dreams

Í nótt dreymdi mér einn flottasta jakka sem ég get ímyndað mér...
Hann var fagurgrænn og ég var í honum við gallastuttbuxur og bleika og græna skó.
Ég er að segja það, ég næstum því grét þegar að ég vaknaði og fattaði að þetta hefði allt bara verið draumur.

Jakkinn var svolítið líkur þessum hérna fyrir neðan frá Zöru en samt miklu flottari!
Svo ákvað ég að skella inn nokkrum af mínum uppáhalds flíkunum frá Zöru í augnablikinum, ef aðeins að maður inni nú í lottóinu...
XX
V
Friday, April 8, 2011

WANTED

Einhverju af þessu hefði ég ekkert á móti að klæðast um helgina!


Proenza Schouler armband - Jil Sander blómkjóll - Script fylltir hælar - Siren bláir skór - Christian Louboutin rauðir skór - H&M röndóttur kjóll - Jil Sander veski - Azzedine svartir skór - Lanvin bleikir skór - Stella McCartney veski.

Allt að gerast á Akureyrinni góðu um þessa helgi + hitabylgja! ÓJÁ

Góða helgi!

xx
H

Tuesday, April 5, 2011

GÆR

Myndir frá gærdeginum...

Kápa: Zara - Peysa: Topshop - Pils: BikBok

Hlakka mikið til að finna tilefni fyrir þessar elskur!

Nú er tónfræðiprófi lokið og mikill léttir hérna megin! Vonandi gefst þá meiri tími í að gera eitthvað hér..

xx
H

P.S. USA tips anyone?? Búðir, veitingastaðir eða bara eitthvað! Bring it