Monday, January 31, 2011

300111

Klædd þessu fór ég út að borða í gær...

Jakki: H&M- Blússa (fáránlegt orð): Vila - Flauel-leggins: Rexín (á Akureyri) - Skott: Hvítlist.

Ég ætla að horfa á Modern Family. Einn af mínum uppáhalds, get hlegið endalaust!
Ef þú hefur ekki horft, þá verðiru að prófa núna!

xx
H

2x

Tvö outfit frá helginni...

Jakki: Vero Moda - Bolur: H&M - Buxur: H&M - Taska: Topshop - Skott: Hvítlist - Skór: Dinsko

-----------------------
Hér er svo eitt annað skemmtilegt outfit sem mikið var notað þessa helgi:

Verið er að breyta smá heima hjá mér og þá skellir maður sér í vinnugallann, ekki satt?

Í dag er síðasti frídagurinn....
Ég þarf að finna mér eitthvað svakalega skemmtilegt að gera!

xx
H

Saturday, January 29, 2011

Nancy Zhang

Bloggið hennar Nancy Zhang er búið að vera í algeru uppáhaldi hjá mér þesa dagana! Ég fann það í Style Diaries bókinni minni en þar kemur fram að Nancy sé gælunafnið hennar, hún búi í Berlín og svo hversu mikinn áhuga hún hefur á tísku og teikningu.
Mæli með því að þið tékkið á henni ; )

XX
V

LARA

Hún Lara Stone er mætt til þess að kynna vorlínu Calvin Klein 2011.


Myndir: FGR
Ég elska allt þetta hvíta og svo eru skórnir ekki síðri!

Nú er farið að líða á seinni hluta frísins góða...
...og ég ætla að njóta síðustu dagana!

Góða helgi!

xx
H

Friday, January 28, 2011

Fringe tank top

Ég er mjög tryggur aðdáandi af þættinum Pretty Little Liars og fyrir þá sem fylgjast með, þá er hún Aria (Lucy Hale) mín uppáhalds! Hún er alltaf svo flott, með svona frekar bohemian stíl. Þessi bolur hérna fyrir neðan er algerlega í uppáhaldi! Ef aðeins að kögur væri ekki svona dýrt á Íslandi annars væri þetta tilvalið diy!
 Svo er þessi eyrnalokkur er líka alveg MEGA...

XX
V

P.S. fyrirgefði hvað ég er búin að vera löt við bloggið undanfarið! Skal reyna að vera taka mig á haha ; )

Thursday, January 27, 2011

Paris Haute Couture

Í París hefur nú verið Haute Couture tískuvika. Hér eru nokkrar myndir af því sem mér líkaði!


Valentino var að gera mjög góða hluti!

Armani Privé var svolítið "speisað" en nokkrar flottar flíkur inn á milli...


Givenchy með mjög flotta línu. Prinsessupilsin við oddhvössu axlirnar eru frábærar andstæður!

Uppáhaldið mitt var samt klárlega Elie Saab! Fallegir litir og öll smáatriði svo fullkomin!

Ætli stjörnurnar munu ekki nú velja eitthvað af þessum listaverkum fyrir Óskarinn?
Ég hlakka til að sjá!

xx
H

ps. það er líka alveg hægt að kommenta anonymous elsku fólk! eða tikka í boxin ;)
látið í ykkur heyra!

Monday, January 24, 2011

NET-A-PORTER

Útsala á net-a-porter! Núna er búið að bæta við 20% afslætti á allar útsöluvörur þannig að venjulegir námsmenn geta kaaaannski keypt eitthvað. "ADD TO SHOPPING BAG" var freistandi en það verður víst að bíða betri tíma. Þessar 12 flíkur voru uppáhalds!

1. Alexander Wang skór. 88.000 kr. Nú 50.000 kr. --- Svo flottur hæll!

2. Balmain kjóll. 938.000 kr. Nú 525.000 kr. --- Kannksi aaaðeins of dýr ennþá

3. VPL toppur. 12.000 kr. Nú 6500 kr. --- Svo flottir hlýrar undir víðan bol

4. Burberry jakki. 297.000 kr. Nú 167.000 kr. --- Þessi mundi halda á mér hita á Norðurpólnum! Klikkaður í einu orði sagt

5. Sass & Bide kjóll. 72.000 kr. Nú 40.000 kr. --- Mesh-ið að gera góða hluti

6. Bassike kjóll. 33.000 kr. Nú 13.000 kr. --- Síðerma maxi!

7. Versace kjóll. 1.262.000 kr. Nú 505.000 kr. --- Einn sá flottasti og reyndar góður afsláttur!

8. James Perse. 60.000 kr.34.000 kr. --- Fullkomin prjónapeysa

9. Tibi kjóll. 40.000 kr. 13.000 kr. --- Frábær litur og á góðu verði!

10. Givenchy skór. 117.000 kr.65.000 kr. --- Loðnir skór - my favourite!

11. Alexander Wang kjóll. 18.000 kr.10.000 kr. --- Hinn fullkomni LBD á mjög góðu verði!

12. Marc by Marc Jacobs skór. 46.000 kr.26.000 kr. --- Þessir myndu líka halda á mér hita á Norðurpólnum! Ætti kannski bara að splæsa í MoonBoots í staðinn…


xx
H

ISABEL MARANT

Þessi jakki kemur til mín í draumi - án djóks!
Svo einfaldur í fjarlægð en smáatriðin eru fullkomin!

Ég held að ég hefði ekki labbað upp að honum í verslun en eftir að hafa séð hana Columbine vinkonu mína í þessum jakka get ég ekki hætt að hugsa um hann!

Columbine í jakkanum góða og í uppáhalds Louboutin.


Hann var til á net-a-porter á um 72.000 kr. en var lækkaður í 23.000 kr.
EN núna er hann uppseldur! OH

Hvað finnst ykkur?

xx
H