Monday, August 30, 2010

Akureyrarvaka

Akureyravaka svokölluð var haldin nú um helgina og það var mikið um að vera á Akureyri!
Hér eru nokkrar myndir frá helginni:

Hin yndislega Lay Low hélt fyrstu tónleikana í nýju menningarhúsi Akureyrar, Hofi, og þeir voru frábærir!

Við vinkonurnar skelltum okkur á ljósmyndasýningu á Listasafninu sem var afar áhugaverð!
Ég elska Yoko Ono sólgleraugun mín! :)

Jakki : Vintage - Kjóll : Primark - Taska : Topshop - Kögurhálsmen : DIY - Sólgleraugu : Skarthúsið - Skór : Zara.

Þessu klæddist ég yfir daginn..

Það var komin smá hrollur í okkur um kvöldið, svo að hlýrri föt komu sér vel..

Bloodgroup voru mega flott og þá sérstaklega þegar þau spiluðu á þessa úber hljómborðsgítara!


Túrban : DIY - Taska : Zara - Hanskar : Vintage.

xx
H

Thursday, August 26, 2010

Acne vs. Senso

Sorry með þessi endalausu skó blogg, varð að koma þessum að! :)Senso skór sem fást á Solestruck eru á 24 þúsund íslenskar

Acne skórnir fallegu á um 82 þúsund íslenskar

Kannski einum of langt gengið í eftirlíkingunni, en mér finnst Senso skórnir samt mega flottir!

Hvað finnst ykkur kæru lesendur?
Ekki vera hrædd við að kommenta ;)

xx
H

Wednesday, August 25, 2010

Miu Miu vs. Forever21


Miu Miu

VS.

Forever21

Mér finnst Forever21 eiginlega geðveikt flottir, sérstaklega þessir einlitu svörtu. Þeri kosta líka bara 26 dollara eða 3200 íslenskar krónur!!

xx
H

Tuesday, August 24, 2010

Charlotte OlympiaCharlotte Olympia er virkilega flottur skóhönnuður! Skór hennar einkennast af mjög háum platforms og eru oft mjög litríkir...
Svo töff!


Mér finnst þessir flottastir!Þessir líka!!xx
H

Saturday, August 21, 2010

H&M Crave

Þetta og svo margt, margt fleira er á óskalistanum núna!
ákvað að deila þessu með ykkur ; )

Þessi hérna er að sjálfsögðu í uppáhaldi og þá er það ekki að skemma fyrir að hann kostar ekki nema um 950 kr ísl!!

Er voða hrifin af þessari, 3800 kr ísl
1900 kr ísl.
Beautiful á 6700 kr ísl.

Eins undarlegt og það nú er þá á ég ekki neina svona ballerínuskó, þannig að
einhverir í líkindum við þessa eru ofarlega á lista enda bráðnauðsynlegir ;) 1900 kr ísl.

11.500 kr ísl fyrir þessar elskur : )

1300 kr ísl.

3800 kr ísl (get ekki ákveðið hvort mér finnst þessi eða þessi rauða flottari)

5750 kr ísl.

Comfý í skólann.
2900 kr ísl.
3800 kr ísl.
3800 kr ísl er nú frekar lítið verð fyrir tösku ; )
Svo væri maður nú alveg til í þennan hérna sko!
en hann kostar tæpann 30.000 kall :/

XX
V

Wednesday, August 18, 2010

im out


er í reykjavíkinni, lítið um blogg
see you around

xx
H

Monday, August 16, 2010

Fallega, fallega Ísland!


Þá er maður komin heim, algjörlega endurnærð og heilluð af náttúru íslands!

Það var labbað upp á fjöll,


Skeljar og kuðungar fundnar á ströndinni (og á rigningardögum var naglaskreytt! :)),

Vaðið í fjörunni,

og horft á sólarlagið!

þið verðið að fyrirgefa tískuleysi þessara mynda en stundum liggur fegurðin bara annars staðar!


;)

Tuesday, August 10, 2010

Villimey

Núna um daginn keypti ég mér kremið Húð Galdur frá Villimey og ég sé svo sannarlega ekki eftir því, af því þetta er æðislegt krem! Það er hún Aðalbjörg Þorsteinsdóttir sem er með fyrirtækið Villimey og er að selja kremin Húð Galdur, Sára Galdur, Fóta Galdur, Bumbu Galdur, Bossa Galdur, Vöðva og Liða Galdur og Vara Galdur. En það er hún sjálf sem hefur verið að þróa uppskriftirnar. Þetta eru allar vottaðar lífrænar vörur úr íslenskum handtíndum jurtum og án allra rotvarnar, ilm og litarefna. 

Inniheldur blöndu af brenninettlu og arfa og einhverju fl. og á að vera mýkjandi, kláðastillandi og gott á exem og fleiri húðkvilla.
Og ég er að seigja ykkur það ég elska þetta nýja arfakrem mitt sem gerir húðina ekkert smá mjúka og fína! 


Í þessu er vallhumall og haugarfi og fl og eins og nafnið seigir til 
þá er þetta gott á alskonar sár.


Bumbu Galdur inniheldur m.a. arfa og mikið magn af ómega-3 og E-vítamíni. En hann er ætlaður á strekta húð og hann vinnur gegn sliti en er líka bara talinn góður í andlit og á líkama.


Þetta hérna krem er svo eitthvað sem ég er staðráðin í að prófa en ég hef heyrt að þetta virki mjög vel! En það er mælt með þessu á vöðvabólgu, beinhimnubólgu, liðverki, sinaskeiðabólgu, skórdýrabit, vaxtaverki og íþróttameiðsl.


Inniheldur m.a. maríustakk og morgunfrú og er talinn góður við sveppasíkingum og fl.


Inniheldur m.a. Morgunfrú og haugarfa og á að vera gott á sár, sviða, útbrot og bleyjubruna.


Svo eru þau með þennan varasalva.


XX
V