Tuesday, February 15, 2011

COLOUR

Þessar flottu myndir tók hann David Vasiljevic af Önnu Selezneva!
Elska allt við þær, litina, sokkana við hælana og förðunarleysið!


xx
H

Saturday, February 12, 2011

ÉG ELSKA...

...keðjuna sem Kim er með í hárinu...

...þennan varalit...

...sem er ekki til mynd af á netinu en hann heitir Pink Baby Doll og er frá Nivea! Ekki slæmur fyrir 1500 kall...

...sætustu möffins í heimi hjá sætri vinkonu...

...hálsmenið hennar Elinar! Reyndar þetta outfit bara í heild sinni...

xx
H

Friday, February 11, 2011

ZOE PART II

Ég bloggaði um línuna hennar Rachel Zoe HÉR og nú er hægt að sjá hana alla HÉR.
Þetta er það sem mér líst best á - og það er sko alls ekki slæmt!

Þessi er UPPÁHALDS! Fullkomið snið

Úúú þessi líka! Allt hvítt og fínt

Klikkaður samfestingur!

Flott litasamsetningin

Nei ókei, þetta er uppáhalds!

Ssssega mega!
Hvað finnst elsku ykkur?

Góða helgi!

xx
H

Thursday, February 10, 2011

PARIS VS. NYC

Paris vs. NYC er mega flott og fyndin síða!
Munurinn á því franska og því bandaríska...

snilld

meiri snilld

enn meiri snilld

Týpísk laugardagskvöld í báðum borgum..


Gaman að kíkja þarna inn!

xx
H

Wednesday, February 9, 2011

I WANT IT ALL

Hér kemur mjög svo random brot af þeim myndum sem eru seivaðar aðallega frá apartment therapy í tölvunni hjá mér.

Ég væri alveg til í svona rennibraut niður af efri hæðinn sko...




Hversu fullkomið! svo bara rennir maður stólnum undir og LOKAR.





Svo FLOTT (kannski ekki gott að vinna þarna í mikilli sól samt en hverju skiptir)

XX
V

Tuesday, February 8, 2011

H&M... or not?

Elsku Hennez og Mauritz mínir kæru vinir!

Ég elska ykkur. Eiginlega alveg svakalega mikið. Stundum, þá sakna ég ykkar alveg rosalega. Svo þegar heimsókn mín til ykkar er í nánd þá get ég varla setið kyrr af spenningi. Og þegar ég hitti ykkur svo loksins eftir langa bið þá ljóma ég öll! Satt best að segja missi ég mig alveg. Plís ekki taka þá tilfinningu í burt frá mér. Ég var mjög vonsvikin þegar ég las Fréttablaðið í morgun. Ef að þið komið hingað, til Íslands, þá munu allir verða eins. Allir! Það finnst mér ekki skemmtilegt. Ég held að Ísland sé bara of lítið fyrir svona stóra verslunarkeðju.

Ég hlakka til að sjá ykkur næst, á einhverjum framandi slóðum, fjarri heimkynnum mínum!

Ykkar að eilífu (en í hæfilegri fjarlægð)
Hildur María

Frétt á Vísi: HÉR

ps. nýtt í H&M fær að fylgja með til að kvelja okkur aðeins...


xx
H