Sunday, September 26, 2010

Bergen

Nú er loksins komið að Bergen færslunni!
Okkur langar að sýna ykkur nokkrar myndir af þessar fallegu borg sem hefur smábæjarsjarma þrátt fyrir 300.000 íbúa. Við vorum mjög nálægt miðbænum en þar eru öll húsin byggð í sama stíl. Árið 1702 brann meiri hluti húsanna í Bergen og síðan þá hefur verið reynt að halda húsunum í sama stíl og voru þá. Við vorum heillaðar af þessu, öllum litlu götunum og blómagörðunum sem fá nóg að drekka þarna í Bergen því að um 300 daga á ári rignir.
Við áttum yndislega daga þarna og hvetjum alla sem hafa tækifæri til þess að heimsækja Bergen! Hér fyrir neðan eru nokkar myndir af borginni og við munum svo setja inn eitthvað af okkar eigin myndum fljótlega.


Floibanen er kláfur sem flytur fólk upp fjall og þar er yndislegt útsýni, kaffihús og minjagripabúð.



Í Bergen eru margar litlar sætar götur og gömul lítil sæt hús!

Og þetta var svo eitt af okkar uppáhöldum og eyddum við löngum góðum stundum þarna!
Þetta er verslunarmiðstöð sem kallast Galleriet og er staðsett í miðbænum og hún er með ALLT.
Þrjár hæðir af H&M (þar á meðal Divided, Trend og snyrtivörur), Monki, Dinsko, Lindex og svo miklu meira! Okkur fannst útlitið passa svo vel inn í miðbæjarmyndina og þegar maður kom inn bjóst maður sko alls ekki við svona stóru og flottu molli!

Þetta er mynd að innan og miðað við efri myndina, þá býst maður ekki alveg við þessu, er það?

Og svo elskuðum við að það var teppalagt á göngunum þannig að það var mun þægilegra að ganga þarna en vanalega er!

Monki er svooo geðveikt flott að innan!

Mátunarklefarnir voru líka eins og í einhverju ævintýri!



Þetta fallega vatn og gosbrunnur voru við miðbæinn...

Bergen at night!

Okkar myndir koma svo inn fljótlega!

xx
V&H

No comments: