Wednesday, January 5, 2011

Dual Tone vol.3

Þar sem að það var mikið spurt um hvernig ég gerði "Dual Tone" ætla ég að sýna það hér.

Það sem þarf: Tvo liti, glært naglalakk, eyrnapinna og tannstöngla.
Ég nota ekki neina límmiða eða neitt, held að það sé svo mikið vesen...

Skref 1: Takið tannstöngul og dýfið í neðri litinn...

og gerið boga...

sem þið fyllið svo inn í með tannstönglinum.

Skref 2: Takið efri litinn og gerið boga yfir neðri litinn með tannstönglinum...

og klárið svo að lakka nöglina!

Voilá!

Til að yfirborðið verði slétt þá verður helst að setja glært yfir og þá helst það líka lengur. Það þarf líka svolítið stöðuga hendi í þetta og fyrir vinstri-hefta eins og mig verður hægri hendin smá ljótari haha... Þá vandar sig maður bara meira við hana!

Gangi ykkur vel!

xx
H

3 comments:

HILRAG said...

frábært, takk fyrir þetta :)

x

Anonymous said...

Reyndar er ekki svo erfitt að nota límmiðana. Prófaði það með bláum f.ofan og glærum f.neðan. Lakkaði fyrst alla nöglina glæra, setti svo límmiðann yfir neðri helminginn og lakkaði þá bláa f.ofan :)Kæmi sennilega alveg jafn fínt út þó þú sért með lit fyrir neðan en ekki glært. En annars eru tannstönglarnir brill hugmynd! ;)

kv. Maren Heiða

Heiðdís Lóa said...

Ætla að prófa þetta !! Get bara ekki ákveðið litina.. :))