Tuesday, May 25, 2010

Volcano Design

Maður er búin að heyra rosa mikið um merkið Volcano Design og persónulega finnst mér þetta mjög góð hugmynd en ég verð að segja að ég hafi orðið fyrir smá vonbrigðum þegar ég fór inn á síðuna þeirra. Það eru jú nokkrar flíkur sem hafa heppnast mjög vel hjá þeim en svo eru líka sumar sem mér finnist nú hálf mislukkað. Svo er það náttúrulega líka verðið, ég er alveg til í það að borga aðeins extra fyrir íslenska hönnun og þannig en þá þarf maður líka að hafa það á tilfinningunni að flíkin eigi eftir að endast og sé praktísk. 




Þessi kjóll er t.d á 20.000 kr og ég verð 
að segja að ég er ekkert spennt fyrir honum.

Þetta Geirfuggla hulstur eins það
 kallast er á 7000 kr


Þessi hérna og kjóllinn fyrir neðan er báðir á 25000 kr !!




Þessum hérna leggingsum er ég hins vegar hrifin af
og ég veit ekki hvort peysan er frá þeim líka er ég væri alveg til í hana.


Þessar hérna eru líka mjög flottar 





Svo er ég líka mjög hrifin af þessum kögur kraga :)


Ég vona að ég hafi ekki sært neinn og sorry ef það er einhver sem á einhverja af efri flíkunum, það geta ekki alltaf allir verið sammála og eins gott að allir hafa ekki sama smekk ; )

XX
V

1 comment:

Style Duo said...

Ég er rosalega sammála! Græna peysan er frá þeim og kostar 25000! ég tók mig til og saumaði mér eina svona bleika þar sem þetta er alveg rooosalega einfalt og svipað efni kostar 990 kr meterinn í efnabúð! Þannig að verðið á þessu er altoof mikið !