Thursday, June 10, 2010

African Fashion!


Svona í tilefni þess að HM í Suður - Afríku sé að fara að byrja, þá langaði mig svolítið að vita meira um tískuna í því landi. Ég fann ekki mikið en þó var tískuvika í Johannesburg í mars síðastliðnum. Svo sá ég nokkrar flottar forsíður af "African Vogue". Mér finnst svo gaman að skoða Vogue frá hinum og þessum löndum, að skoða þessar mismunandi menningar. Svo ef að það væri til íslenskt Vogue þá væri allt svart og hvítt, ekki satt? Mér finnst við íslendingar alltof litlausir og ættum kannski að taka litaglöðu, afrísku vini okkar til fyrirmyndar!








Anita Quansah var að sýna mikið af flottum statement necklaces á tískuvikunni og mér finnst þetta mega töff!






Sum þeirra kannski aðeins of bold fyrir hversdagsnoktkun, en flott eru þau! :)
Þetta minnir mig á eitt sem ég sá í Hagkaup um daginn....

Og tók mynd af því! :) Sorry fyrir símamyndina en þetta er semsagt fléttaðar keðjur, og mér finnst það ótrúlega flott! Kostar 2,499,-

Slæm mynd, en flott hálsmen! :)

Vonandi áttuð þið góðann fimmtudag og eigiði frábæran föstudag! :D

xx
H

4 comments:

Unknown said...

Oh fallegt!!

Sara said...

Æðisleg cover!
xx

Sibba Stef said...

Afrísku hálsmenin eru falleg!
Og tíska frá öðrum löndum en hinum vestrænaheimi er svo áhugaverð.
Enda eru stórutískuhúsin oft innblásin frá þeim.

StarBright said...

vá Vogue coverin eru mindblowing !